„Ekkert ferðaveður“

Ekkert ferðaveður verður á morgun samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings.
Ekkert ferðaveður verður á morgun samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Kort/Veðurstofa Íslands

Ekkert ferðaveður verður á morgun og er fólk hvatt til að fylgjast með veðurspám og viðvörunum.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vefsíðu Veðurstofunnar.

„Vaxandi sunnna- og suðaustanátt í kvöld og nótt, fyrst vestantil. Dálítil væta eða ofankoma þegar líður á nóttina og hlýnar smám saman,“ kemur fram.

Þá segir að á morgun sé útlit fyrir sunnan hvassviðri eða storm og hlýnar ört í veðri.

„Meðalvindhraði víða á bilinu 15-25 m/s, hvassast norðvestantil, og snarpar vindhviður við fjöll. Talsverðri rigningu er spáð sunnan- og vestanlands seinnipartinn og líkur á asahláku á þeim slóðum. Fólk er hvatt til að fylgjast með veðurspám og viðvörunum, en á morgun verður ekkert ferðaveður.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert