„Við höfum verið að nota svokallaða TMS-meðferð, eða segulörvun á heila, fyrir meðferðarþrátt þunglyndi í tvö ár með góðum árangri,“ segir Dagur Bjarnason, geðlæknir og yfirlæknir á Heilaörvunarmiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HÖM).
Byrjað var á þessari meðferð fyrir tveimur árum og þá var einungis eitt tæki til á landinu en nú eru þau þrjú. Fjórða tækið er væntanlegt til Sjúkrahússins á Akureyri eftir áramót, en mikil eftirspurn hefur verið eftir meðferð. Svíar byrjuðu með TMS-meðferð 2015 og er hún nú notuð á fjölda háskólasjúkrahúsa þar í landi.
„Það var ákveðið strax í upphafi að nota segulörvunarmeðferðina eingöngu við því sem er alþjóðlega viðurkennt, s.s þunglyndi, þótt tæknin sé notuð við fleiru víða erlendis í tilraunaskyni. Við erum einungis í dag að vinna með meðferðarþrátt þunglyndi þar sem viðkomandi einstaklingur hefur ekki náð að svara fyrri lyfjameðferðum eða sálfræðilegri meðferð og er enn illa þjakaður af þunglyndi.“
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag