Lögreglan á Vestfjörðum hefur lokað fyrir umferð um veginn yfir Eyrarhlíð vegna aurflóðs úr hlíðinni.
Þetta kemur fram í færslu lögregluembættisins á Facebook.
Í færslunni segir að verið sé að meta aðstæður og hvort óhætt sé að hafa veginn opinn í nótt. Jafnframt er varað við grjóthruni úr hlíðum í þessum veðuraðstæðum.
Í samtali við mbl.is segir Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á skriðuvakt Veðurstofu Íslands, að tilkynningin hafi borist fyrir stuttu.
„Þetta var ekki stór skriða og var utan við bæinn,“ segir Jón Kristinn.
Hann segir að mesta lægðin eigi að ganga niður á næstunni.
Fréttin hefur verið uppfærð.