Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar flutti tvo sem slösuðust þegar bíll fór út af Suður­lands­vegi og valt við Fag­ur­hóls­mýri. Þyrl­an lenti á Reykja­vík­ur­flug­velli um þrjú­leytið og voru hinir slösuðu flutt­ir á Land­spít­al­ann.

Þetta seg­ir Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Ásgeir gat ekki sagt til um ástand hinna slösuðu.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert