Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flutti tvo sem slösuðust þegar bíll fór út af Suðurlandsvegi og valt við Fagurhólsmýri. Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli um þrjúleytið og voru hinir slösuðu fluttir á Landspítalann.

Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Ásgeir gat ekki sagt til um ástand hinna slösuðu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert