12 ára fangelsi fyrir að bana barnsmóður sinni

Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri.
Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðsdómur Norðurlands dæmdi karlmann á sjötugsaldri í 12 ára fangelsi í dag fyrir að hafa orðið sambýliskonu sinni og barnsmóður að bana í apríl.

Þetta staðfestir Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari málsins, við mbl.is

Gerir hún ráð fyrir að dómurinn verði birtur á morgun að lokinni nafnhreinsun.

Þá segir hún syni mannsins og hinnar látnu hafa verið með bótakröfur í málinu.

Beitti konuna margs konar ofbeldi 

Konan fannst látin 22. apríl og var greint frá í júlí að sambýlismaður hennar yrði ákærður.

Í ákær­unni kom fram að hann hafi beitt sam­býl­is­konu sína margs kon­ar of­beldi í aðdrag­anda and­láts­ins. Hún hafi hlotið áverka og lát­ist af völd­um inn­vort­is blæðing­ar.

Þá var maður­inn einnig ákærður fyr­ir brot í nánu sam­bandi þar sem hann hafi beitt kon­una of­beldi í fe­brú­ar með þeim af­leiðing­um að hún hlaut meðal ann­ars nef­brot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert