Ákærður fyrir að hafa banað dóttur sinni

Frá rannsókn lögreglu á vettvangi í september.
Frá rannsókn lögreglu á vettvangi í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru vegna manndráps á hendur manninum sem er grunaður um að hafa banað dóttur sinni, hinni tíu ára Kolfinnu Eldeyju Sigurðardóttur, við Krýsuvíkurveg í september.

„Honum er gefið að sök að hafa banað dóttur sinni,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, aðspurður.

Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhald yfir manninum hefur sömuleiðis verið framlengt. 

Í dag eru 12 vikur síðan hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er aðeins heimilt að vista grunaða í gæsluvarðhald í 12 vikur án þess að ákæra sé gefin út gegn þeim.

Málið þekkja les­end­ur lík­lega vel en þjóðin var sleg­in óhug þegar lög­regl­unni var til­kynnt um lík 10 ára gam­all­ar stúlku skammt frá Krýsu­vík­ur­vegi.

Lög­regl­an greindi frá því síðar að faðir stúlk­unn­ar væri grunaður um að hafa banað henni en hann hafði haft sam­band við lög­regl­una og vísað á líkið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert