Búast má við áframhaldandi rafmagnstruflunum

Vík í Mýrdal.
Vík í Mýrdal. mbl.is/Sigurður Bogi

Á meðan raforka er tryggð með varaafli í Vík og Mýrdal er kerfið sérstaklega viðkvæmt og getur slegið út aftur, eins og gerðist rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Miklu máli skiptir að fólk spari rafmagnsnotkun.

Þetta segir Rósant Guðmundsson, samskiptastjóri Rarik, í samtali við mbl.is.

Notendur fengu aftur rafmagn klukkan 17.08 en svo rétt fyrir klukkan 18 þá sló rafmagni aftur út.

Rafmagn komið aftur á

Nú er rafmagnið komið á í Vík og upp að Brekku í Mýrdal en Rósant segir að það megi gera ráð fyrir tímabundnum truflunum þar til búið verður að laga bilunina á Víkurstreng.

Margt bendir til þess að bilun sé í rofastöð Rarik á Ytri-Sólheimum og unnið er að því rannsaka málið frekar.

Rósant ítrekar beiðni til viðskiptavina um að fara spari rafmagn eins og kostur er á.

Bil­un­in á Vík­ur­streng, sem olli raf­magns­leysi í Vík og Mýr­dal um klukk­an hálfþrjú í nótt, er þar sem hann ligg­ur plægður ofan í Skógá.

Aðstæður á staðnum til viðgerða eru mjög vara­sam­ar og keyra verður á vara­afli þar til hægt er að ljúka viðgerð. Rarik seg­ir að það geti tekið „nokk­urn tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert