Geta nú hringt í aðra viðskiptavini án vandkvæða

Viðskiptavinir Símans geta nú aftur hringt í aðra viðskiptavini Símans …
Viðskiptavinir Símans geta nú aftur hringt í aðra viðskiptavini Símans án vandkvæða. mbl.is/Hari

Búið er að laga bilun sem varð í miðlægu kerfi Símans, farsímakjarna, en bilunin varði í hátt í fjóra klukkutíma.

Þetta segir Guðmundur Jóhannsson, samskiptastjóri Símans, í samtali við mbl.is.

Bilunin kom upp klukkan 14.20 og olli því að viðskiptavinir Símans áttu í erfiðleikum með að hringja í aðra viðskiptavini Símans. Klukkan 18 var búið að laga vandamálið.

Guðmundur segist aðspurður ekki vita hvað olli biluninni en á morgun verður atvikaskýrsla kláruð þar sem það mun koma fram.

„Þetta er afskaplega hvimleitt og leiðinlegt,“ segir Guðmundur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert