Guðmundur Örn leiðir byggingu nýs Tækniskóla

Guðmundur Örn Óskarsson.
Guðmundur Örn Óskarsson. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Skóla­strætis ehf. hefur ráðið Guðmund Örn Óskarsson í starf fram­kvæmda­stjóra félagsins.

Skóla­stræti er félag í eigu Tækni­skólans, skóla atvinnu­lífsins, að því er segir í tilkynningu. 

Guðmundur Örn er með meist­aragráðu í iðnaðar- og rekstr­ar­verkfræði frá Álaborg­ar­há­skóla og á að baki fjöl­breyttan starfs­feril sem stjórn­andi í atvinnu­lífinu. Hann hefur sinnt ráðgjafa­störfum síðastliðið ár en leiddi rekstr­arsvið Controlant í gegnum gríðarlegan vöxt á tímum heims­far­aldurs. Þá gegndi hann stöðu fram­kvæmda­stjóra upp­lýs­inga­tæknisviðs hjá Alvogen/​Alvotech samstæðunni í 7 ár og þar áður 10 ár hjá Össuri/​Emblu. 

„Starf­semi Tækni­skólans er nú dreifð á níu mis­mun­andi bygg­ingar víðsvegar á höfuðborg­arsvæðinu. Með bygg­ingu nýs Tækniskóla við Flens­borg­ar­höfn í Hafnarfirði er ætl­unin að sam­eina alla starf­semi skólans á einum stað, í framúrsk­ar­andi og nútíma­legu húsnæði, sem ætlað er að efla iðn-, starfs- og tækninám á Íslandi enn frekar. Áætlað er að fram­kvæmdum verði lokið árið 2029,“ segir enn fremur í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert