Landskjörstjórn kemur saman til fundar á morgun þriðjudag klukkan 11 til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember.
Þetta kemur fram í tilkynningu en formaður landskjörstjórnar greindi frá því fyrir helgi að fundurinn yrði líklega á þessum tíma.
Umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram við alþingiskosningarnar er gefinn kostur á að koma til fundarins á morgun, sem verður haldinn í fyrirlestrasal Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Eddu.
Fundinum verður streymt á kosning.is.