Fyrsta skóflustunga var tekin um helgina að nýju heimili Oddfellowreglunnar efst í Urriðaholti í Garðabæ. Stungur voru það öllu heldur enda alls 19 skóflur sem stungið var í svörð að viðstöddu fjölmenni.
Fulltrúar 18 regludeilda sem samþykkt hafa flutning í nýtt heimili mættu með skóflur, auk Guðmundar Eiríkssonar stórsírs. Fyrir er Oddfellowreglan með húsnæði í Vonarstræti í Reykjavík og Staðarbergi í Hafnarfirði, en til stendur að selja síðarnefnda húsið. Oddfellowheimili eru síðan víða um landið, eða á alls átta stöðum.
„Loksins, loksins,“ sagði Guðmundur stórsír þegar skóflustungurnar voru teknar. Sagði hann þetta mikla gleðistund í sögu Oddfellow á Íslandi, langþráðum áfanga hefði verið náð.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.