Óvenjumörg umferðarslys urðu um helgina á Suðurlandi.
Þetta segir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi.
Um er að ræða tíu umferðarslys í heildina en Garðar segir að blessunarlega hafi mörg þeirra verið minni háttar.
mbl.is greindi frá árekstri austan Seljalandsfoss á Suðurlandsvegi á laugardaginn, en þrír voru í kjölfarið fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús.
Slysið er alvarlegt og segir Garðar það til rannsóknar hjá lögreglu.
Nánari upplýsingar um ástand hinna slösuðu liggja ekki fyrir.