Strengur slitnaði á Skagaströnd

Skagaströnd.
Skagaströnd. mbl.is/Sigurður Bogi

Stofnljósleiðarastrengur slitnaði á Skagaströnd og hefur það áhrif á alla þjónustu þar.

Samstarfsaðilar Mílu eru á staðnum og unnið er að viðgerð. Hún gæti tekið sex til átta klukkutíma, að því er kemur fram í tilkynningu frá Mílu.

Uppfært kl. 7.44:

„Það er búið að staðfesta slitstað í Hrafná við Skagaströnd og verið er að flytja vinnuvélar á staðinn til viðgerðar. Aðstæður á svæðinu eru erfiðar vegna veðurs, áætlaður viðgerðartími er allt að 8 klukkustundir,“ segir í uppfærðri tilkynningu frá Mílu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert