Vegagerðin varar við hvössum vindhviðum í kvöld.
Búast má við um 35 m/s þvert á veg um austanvert landið, til dæmis í Öræfum, og einnig vestan til í Eyjafirði áður en dregur úr vindi í nótt.
Víða verða um 10-18 m/s síðla dags og skúrir eða él á vestanverðu landinu.
Gengur svo í hvassa vestanátt á norðaustanverðu landinu eftir klukkan 18 í kvöld með snörpum vindhviðum við fjöll.
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að búast megi við hægari suðvestanátt á morgun, um 5-13 m/s síðdegis. Fyrir austan verður um 0 til 5 stiga frost og léttskýjað. Skýjað verður með köflum vestanlands og búast má við hagléli fram eftir degi. Hiti verður um eða yfir frostmarki.