Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald til 30. desember yfir karlmanni á þrítugsaldri sem er grunaður um að hafa stungið mann á fertugsaldri í Grafarvogi í október.
Varðhaldið átti að renna út í dag.
Að sögn Eiríks Valbergs, fulltrúa í rannsóknardeild lögreglunnar, gengur rannsókn málsins mjög vel. Hann reiknar með því að málið verði sent fljótlega til embættis hérðassaksóknara sem mun taka ákvörðun um hvor ákært verður í málinu.
Í byrjun nýs árs verða liðnar 12 vikur síðan maðurinn var hnepptur í gæsluvarðhald. Fyrir þann tíma þarf að ákveða hvort ákæra verður gefin út á hendur honum eður ei.
Maðurinn sem varð fyrir árásinni hlaut lífhættulegan stunguáverka á líkama.
Hann var fluttur á bráðamóttöku þar sem gert varð að sárum hans.