Vilja lengra varðhald vegna árásar í Grafarvogi

Grafarvogur.
Grafarvogur. mbl.is/Sigurður Bogi

Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald til 30. desember yfir karlmanni á þrítugsaldri sem er grunaður um að hafa stungið mann á fertugsaldri í Grafarvogi í október.

Varðhaldið átti að renna út í dag. 

Að sögn Eiríks Valbergs, fulltrúa í rannsóknardeild lögreglunnar, gengur rannsókn málsins mjög vel. Hann reiknar með því að málið verði sent fljótlega til embættis hérðassaksóknara sem mun taka ákvörðun um hvor ákært verður í málinu. 

Í byrjun nýs árs verða liðnar 12 vikur síðan maðurinn var hnepptur í gæsluvarðhald. Fyrir þann tíma þarf að ákveða hvort ákæra verður gefin út á hendur honum eður ei. 

Maður­inn sem varð fyr­ir árás­inni hlaut líf­hættu­leg­an stungu­á­verka á lík­ama.

Hann var flutt­ur á bráðamót­töku þar sem gert varð að sár­um hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert