Bíll varð alelda í Mosfellsbæ

Bíllinn var alelda er slökkvilið kom á vettvang.
Bíllinn var alelda er slökkvilið kom á vettvang. mbl.is/Eyþór

Tilkynnt var um eld í bíl við mótorkrossbrautina í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í kvöld.

Að sögn innivarðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn bíll frá starfsstöð í Mosfellsbæ sendur á vettvang. Var bíllinn þegar orðinn alelda þegar slökkvilið bar að garði.

Þá hafi bíllinn verið einn og yfirgefinn úti í vegarkanti eins og að hann hafi verið skilinn eftir og engin hætta á ferðum.

Eldsupptök liggja ekki fyrir að sögn varðstjórans og að ómögulegt sé að segja til um hvort kveikt hafi verið í bílnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert