Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur birt á Facebook-síðu sinni ljósmynd af bílnum sem varð alelda við mótorkrossbrautina í Mosfellsbæ í gærkvöldi.
Myndin var tekin af vegfaranda.
„Engin hætta stafaði af eldinum og var ein stöð send á staðinn,“ segir í færslu slökkviliðsins.
Bíllinn var orðinn alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang.