Bjarni Benediktsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt samtals 25 milljónum króna til hjálparsamtaka um land allt sem styðja við viðkvæma hópa sem leita þurfa aðstoðar í aðdraganda jólanna, svo sem með mataraðstoð.
Alls 10 hjálparsamtökum var veittur styrkur en um er að ræða Hjálpræðisherinn, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndir í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akranesi, Fjölskylduhjálp Íslands, Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis, Sjóðinn góða og Kaffistofu Samhjálpar, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.