Blöskraði margt sem var sett fram

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins.
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins. mbl.is/Hallur Már

Þor­steinn Víg­lunds­son, for­stjóri Horn­steins ehf., seg­ir það von­brigði að íbú­ar í Ölfusi hafi hafnað því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Þor­láks­höfn. Hann seg­ir niður­stöðu at­kvæðagreiðslu í gær­kvöldi þó ekki hafa komið sér á óvart.

„Miðað við umræðuna sem hafði skap­ast í kring­um verk­efnið þá átt­um við al­veg eins von á því að þetta gæti farið svona,“ seg­ir Þor­steinn aðspurður en Heidel­berg Cement á 53% í Horn­steini ehf.

„Heit og nei­kvæð umræða“

„Það hef­ur skap­ast mjög heit og nei­kvæð umræða um verk­efnið í heild og ég viður­kenni að mér blöskraði margt sem þarna var sett fram sem átti lítið skylt við veru­leika verk­efn­is­ins. En það er alltaf hætt­an þegar komið er út í póli­tíska umræðu um at­vinnu­upp­bygg­ingu sem þessa,“ seg­ir hann einnig og nefn­ir sem dæmi umræðu um ál­verið í Straums­vík á sín­um tíma og Coda Term­inal í Hafnar­f­irði.

„Það er kannski ekki alltaf haldið fast í staðreynd­irn­ar í umræðunni en það er erfitt að ráða við slíkt,“ bæt­ir hann við og kveðst hafa skynjað ákveðna þreytu í sam­fé­lag­inu vegna umræðunn­ar um verk­efnið, sem hefði staðið lengi yfir.

Áætlað útlit mölunarverksmiðju Heidelberg og hafnar.
Áætlað út­lit möl­un­ar­verk­smiðju Heidel­berg og hafn­ar. Tölvu­gerð mynd úr gögn­um á vefsíðu Ölfuss

„Þetta eru vissu­lega von­brigði,” seg­ir hann jafn­framt um niður­stöðu at­kvæðagreiðslunn­ar en bend­ir þó á að verk­efnið sé mjög spenn­andi, það geti skilað mjög mikl­um virðis­auka til lands­ins og hafi að geyma fjöl­mörg og góð tæki­færi.

Átti ekki við rök að styðjast 

Fyr­ir­tækið First Water setti út á fyr­ir­hugaða starf­semi verk­smiðjunn­ar í Þor­láks­höfn og taldi hana ekki eiga heima í ná­grenni við mat­væla­fram­leiðslu á borð við lax­eldi. Þor­steinn tel­ur umræðuna hafa haft sitt að segja í at­kvæðagreiðslunni.

„Það er sér­stakt þegar at­vinnu­rek­end­ur eru að stilla sér upp með þess­um hætti. Þess­ar full­yrðing­ar um áhrif sem áttu ekki við nein rök að styðjast, en það er eins og það er. Ég vona, sam­fé­lag­inu í Þor­láks­höfn vegna, að starf­semi First Water verði far­sæl og góð í sveit­ar­fé­lag­inu,“ seg­ir hann.  

Hefja leit að öðrum stað 

„Mín per­sónu­lega skoðun er áfram óbreytt sú að þetta verk­efni hefði passað mjög vel inn í þá upp­bygg­ingu sem er í gangi í Þor­láks­höfn. Það verður miss­ir fyr­ir sam­fé­lagið af því en íbú­ar hafa talað skýrri röddu og við ein­fald­lega snú­um okk­ur að næsta verk­efni sem er að finna þá verk­efn­inu ann­an stað,” held­ur hann áfram.

Þorlákshöfn.
Þor­láks­höfn. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Spurður hvort Heidel­berg sé þegar byrjuð að huga að nýrri staðsetn­ingu seg­ir Þor­steinn ótíma­bært að sjá sig um það. Þau hafi átt gott sam­starf við sveit­ar­fé­lagið Ölfus og að eng­ar aðrar staðsetn­ing­ar hafi verið í kort­un­um þrátt fyr­ir að þau hafi bú­ist við að íbúa­kosn­ing­in gæti farið eins og hún fór.

Helst kveðst Þor­steinn vilja sjá verk­smiðjuna rísa hér á landi enda byggi verk­efnið á sér­stöðu Íslands. Hér sé mikið af mó­bergi sem sé óal­gengt jarðefni í norðan­verðri Evr­ópu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert