Engin ákvörðun tekin en er til skoðunar

Engin ákvörðun hefur verið tekin hér á landi hvort fylgja …
Engin ákvörðun hefur verið tekin hér á landi hvort fylgja eigi í fótsport nokkurra Evrópuríkja, en það er til skoðunar hjá Útlendingastofnun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eng­in ákvörðun hef­ur verið tek­in hér á landi hvort um­sókn­ir frá sýr­lensku flótta­fólki verði sett­ar í bið meðan ástandið í Sýr­landi er að skýr­ast, en í gær var greint frá því að þó nokk­ur Evr­ópu­lönd hefðu ákveðið að fresta eða stöðva um­sókn­ir frá Sýr­lend­ing­um. Málið er hins veg­ar til skoðunar hjá Útlend­inga­stofn­un.

Þetta staðfest­ir Þór­hild­ur Hagalín, upp­lýs­inga­full­trúi stofn­un­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Fljót­lega eft­ir að ljóst varð að stjórn Bash­ar al-Assads væri fall­in til­kynnti Þýska­land að ákveðið hefði verið að fresta ákvörðunum þegar kæmi að um­sókn­um flótta­fólks frá Sýr­landi. Í Aust­ur­ríki til­kynnti kansl­ar­inn Karl Nehammer að ákveðið hefði verið að stöðva all­ar sýr­lensk­ar um­sókn­ir um hæli í land­inu. Þess í stað hefði hann skipað inn­an­rík­is­ráðuneyti lands­ins að und­ir­búa brott­vís­un­ar­ferli fyr­ir Sýr­lend­inga.

Síðan þá hafa fleiri Evr­ópu­ríki til­kynnt að þau hafi frestað öll­um ákvörðunum sem snerta flótta­fólk frá Sýr­landi. Þar á meðal eru Bret­land, Svíþjóð, Grikk­land, Finn­land, Nor­eg­ur, Ítal­ía, Hol­land og Belg­ía, auk þess sem Frakk­land hef­ur sagt að slíkt sé til skoðunar þar í landi.

Flótta­manna­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna hef­ur hvatt Evr­ópu­ríki til að hinkra og sjá hver þró­un­in verður í Sýr­landi.

Þór­unn seg­ir að á fyrstu 10 mánuðum þessa árs hafi 30 um­sókn­ir borist sem hafi verið tekn­ar til efn­is­legr­ar meðferðar frá Sýr­lend­ing­um, en sam­kvæmt töl­fræði stofn­un­ar­inn­ar eru Sýr­lend­ing­ar ekki á meðal efstu fimm þjóðerna þeirra sem hafa sótt um til stofn­un­ar­inn­ar. Á sama tíma­bili hafa 16 Sýr­lend­ing­ar fengið já­kvæða niður­stöðu.

Ef ákvörðun um frest­un á af­greiðslu er­inda er tek­in er það Útlend­inga­stofn­un sem tek­ur þá ákvörðun að sögn Þór­hild­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert