Síðasti tökudagur á Áramótaskaupinu 2024 var í myndveri í útvarpshúsinu við Efstaleiti í gær. Tökur gengu vel og nú tekur við klipping og eftirvinnsla. Útkoman verður svo lögð í dóm þjóðarinnar á gamlárskvöld.
„Við byrjuðum 18. nóvember og höfum tekið þetta í nokkrum skorpum síðan þá,“ segir Ingimar Guðbjartsson framleiðandi skaupsins. Leikstjóri og aðalhandritshöfundur er María Reyndal en meðal annarra höfunda eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Friðgeir Einarsson.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.