Lilja deilir út 25 milljónum

Lilja Dögg Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra í starfsstjórn.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra í starfsstjórn. mbl.is/María Matthíasdóttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur úthlutað tæplega 25 milljónum króna úr styrktarsjóði Hvata til alls 28 verkefna.

Stærstu styrkina hlutu tvö verkefni, tvær milljónir á hvort verkefni, sem kallast Fatlað fólk í fjölmiðlum og Lausnarmót um öflugri blaðamennsku.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Leikhópurinn Perla fær 1,75 milljónir króna

Hvati er styrktarsjóður innan ráðuneytisins og er úthlutað til ákveðinna félaga og samtaka til eins árs í senn. Aðeins er úthlutað til verkefna á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðherra.

„Verkefnin skulu ekki njóta lögbundins stuðnings eða falla undir sjóði eða sérstaka samninga. Þá eru hvorki veittir styrkir til nefndarsetu eða styrkir til BA/BS-, eða meistaraprófsverkefna,“ segir um skilyrði til úthlutunar.

Leikhópurinn Perlan fékk úthlutað 1.750.000 krónur og Reykjavík Food & Fun festival fékk 1,5 milljónir. Önnur verkefni fengu 1,2 milljónir króna eða minna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert