Vara við gervistéttarfélagi

Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins sem sendir frá sér ályktun …
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins sem sendir frá sér ályktun um stéttarfélagið Virðingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þau kjör sem Virðing býður fé­lags­fólki sínu eru ekki í sam­ræmi við þá samn­inga sem eru í gildi í veit­inga­geir­an­um,“ er meðal þess sem formanna­fund­ur Starfs­greina­sam­bands­ins álykt­ar í dag og kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu sam­bands­ins.

Seg­ir þar að fund­ar­gest­ir vari starfs­fólk við „meintu „stétt­ar­fé­lagi“ sem stofnað var ný­verið og ber heitið Virðing. Virðing ber öll merki þess að vera gervi „stétt­ar­fé­lag“, stofnað af hálfu at­vinnu­rek­enda í veit­inga­geir­an­um, stend­ur utan heild­ar­sam­taka launa­fólks og hef­ur gert gervikjara­samn­ing sem er ekki í nokkru sam­ræmi við þá lög­mætu samn­inga sem eru í gildi í veit­inga­geir­an­um.“

Veru­leg­ar skerðing­ar á laun­um

Ályktaði fund­ur­inn sem svo að þau kjör sem Virðing byði fé­lags­fólki sínu væru ekki í sam­ræmi við gilda samn­inga í veit­inga­geir­an­um. Þvert á móti fæli kjara­samn­ing­ur Virðing­ar við Sam­tök fyr­ir­tækja á veit­inga­markaði í sér veru­leg­ar skerðing­ar á laun­um starfs­fólks og rétt­ind­um þess og eru eft­ir­far­andi atriði tal­in upp í til­kynn­ingu SGS:

  • Dag­vinna er greidd á virk­um dög­um til kl. 20:00 (til kl. 17:00 hjá SGS)
  • Vakta­álag á virk­um kvöld­um eft­ir kl. 20 er 31% (33% álag eft­ir kl. 17:00 hjá SGS)
  • Dag­vinna á laug­ar­dög­um til kl. 16:00 (45% álag all­an dag­inn hjá SGS)
  • 31% álag á sunnu­dög­um (45% álag hjá SGS)
  • Ekk­ert stór­hátíðar­kaup
  • Kjör ung­menna á aldr­in­um 18-21 árs eru skert
  • Heim­ilt að gera breyt­ing­ar á starfs­hlut­falli með viku fyr­ir­vara (upp­sagn­ar­frest­ur gild­ir hjá SGS)
  • Rétt­ur barns­haf­andi kvenna er skert­ur
  • Lak­ari veik­inda­rétt­ur starfs­fólks og vegna barna
  • Lak­ari or­lofs­rétt­ur
  • Lak­ari upp­sagn­ar­frest­ur
  • Ekk­ert um sér­staka sjóði og greiðslur í þá
  • Ýmis fé­lags­leg rétt­indi eru skert sem og rétt­indi og mögu­leik­ar trúnaðarmanna á að gegna starfi sínu.

„Því skal haldið til haga að um um­rædd störf er í gildi kjara­samn­ing­ur milli Starfs­greina­sam­bands Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins sem kveður á um lág­marks­kjör fyr­ir alla í viðkom­andi starfs­grein,“ seg­ir svo.

Sam­kvæmt lög­um sé óheim­ilt að semja um lak­ari kjör en kveðið er á um í þeim samn­ingi. Samn­ing­ur Virðing­ar og SVEIT grafi á al­var­leg­an og ólög­mæt­an hátt und­an rétt­ind­um launa­fólks og þeim kjara­samn­ingi sem það starfar eft­ir.

Með þrot­lausri bar­áttu

„Formanna­fund­ur Starfs­greina­sam­bands Íslands for­dæm­ir þessa ófyr­ir­leitnu aðför sem geng­ur út á að brjóta upp sam­stöðu meðal starfs­fólks í grein­inni og fer á svig við þau lög og regl­ur sem gilda á ís­lensk­um vinnu­markaði,“ ályktuðu fund­ar­menn.

Þá kem­ur fram að SGS hvetji fé­lags­fólk til að standa þétt sam­an um sín kjara­samn­ings- og lög­bundnu rétt­indi og hafa sam­band við sitt stétt­ar­fé­lag til að afla sér frek­ari upp­lýs­inga um sín rétt­indi og stöðu.

„Aðild­ar­fé­lög sam­bands­ins munu nú sem endra­nær standa þétt að baki sinna fé­lags­manna og verja þeirra rétt­indi – rétt­indi sem hafa byggst upp í gegn­um árin með þrot­lausri bar­áttu og sam­stöðu.

SGS krefst þess að SVEIT láti af þess­ari al­var­legu aðför að kjör­um og rétt­ind­um verka­fólks á veit­inga­markaði og virði þau lá­m­arks­rétt­indi sem um hef­ur verið samið á ís­lensk­um vinnu­markaði,“ kem­ur að lok­um fram í til­kynn­ingu sam­bands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert