Björgunarsveitir frá Tálknafirði, Patreksfirði og Bíldudal hafa verið kallaðar út til leitar í Tálknafirði vegna einstaklings sem hefur ekki náðst í um tíma.
Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum segir að bifreið þess sem leitað er að hafi fundist við Tálknafjörð síðdegis og því miðist leitin við það svæði.
Segir enn fremur í tilkynningu að nánustu aðstandendur séu upplýstir um málið og kveðst lögregla ekki geta gefið frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.