Einn var fluttur á slysadeild eftir tveggja bíla árekstur á Kleppsvegi upp úr klukkan 22 í gærkvöldi.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu ók annar bíllinn inn í hliðina á hinum en um tvo fólksbíla var að ræða. Alls voru fimm manns í bílunum.
Sá sem var fluttur á slysadeild var ekki alvarlega meiddur en ákveðið var að senda hann til nánari skoðunar á sjúkrahús.