Máli Samskipa gegn Eimskip vísað frá

Samkvæmt heimildum mbl.is telst líklegt að úrskurður héraðsdóms verði kærður …
Samkvæmt heimildum mbl.is telst líklegt að úrskurður héraðsdóms verði kærður til Landsréttar. Ljósmynd/Samskip

Máli Sam­skipa hf. gegn Eim­skipa­fé­lagi Íslands hf. og Vil­helmi Má Þor­steins­syni, for­stjóra Eim­skips, hef­ur verið vísað frá í Héraðsdómi Reykja­vík­ur.

Kröf­ur Sam­skips voru að viður­kennt yrði fyr­ir dómi að Eim­skip og Vil­helm bæru óskipta bóta­ábyrgð á tjóni Sam­skipa eft­ir að Eim­skip og sam­keppnis­eft­ir­litið gerðu með sér sátt þar sem Eim­skip gekkst við því að hafa átt í sam­ráði við Sam­skip á tíma­bil­inu 2008 til 2013.

Þetta kem­ur fram í frá­vís­unar­úrsk­urði Héraðsdóms Reykja­vík­ur sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um. 

Kröfðust bóta­skyldu án fjár­hæðar

Greint er frá frá­vís­un Héraðsdóms Reykja­vík­ur í til­kynn­ingu frá Eim­skip til Kaup­hall­ar­inn­ar. Þar seg­ir:

„Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur ákvað í dag að vísa frá dóm­in­um máli sem Sam­skip höfðuðu í apríl sl. gegn fé­lag­inu og for­stjóra þess þar sem krafa var gerð um viður­kenn­ingu bóta­skyldu án fjár­hæðar vegna meintra ólög­mætra og sak­næmra at­hafna í tengsl­um við sátt sem Eim­skip gerði við Sam­keppnis­eft­ir­litið 2021.“

Vilhelm Már Þorsteinsson
Vil­helm Már Þor­steins­son Ljós­mynd/​Eim­skip

Van­reifaðar kröf­ur

Héraðsdóm­ur taldi Sam­skip ekki hafa gert nægi­lega vel grein fyr­ir meintu tjóni sínu og að kröf­ur á hend­ur Vil­helmi væru van­reifaðar.

Sam­skip hefðu ekki með full­nægj­andi hætti gert grein fyr­ir hvernig sú hátt­semi hans að und­ir­rita sátt­ina hafi farið gegn skyld­um hans eða umboði.

Í úr­sk­urðarorðum dóms­ins seg­ir að mál­inu sé vísað frá dómi og er Sam­skipi gert að greiða Eim­skipi og Vil­helmi sam­eig­in­lega 2.800.000 krón­ur í máls­kostnað.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is telst lík­legt að úr­sk­urður héraðsdóms verði kærður til Lands­rétt­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert