Myndir: Vatn flæddi yfir Hringveginn

Við Skógafoss var allt umflotið vegna vatnavaxta.
Við Skógafoss var allt umflotið vegna vatnavaxta. Ljósmynd/Vegagerðin

Heimafólk undir Eyjafjöllun man vart eftir annarri eins úrhellisrigningu og var á mánudaginn en Vegagerðin var kölluð út til aðstoðar þegar það byrjaði að flæða yfir hringveginn á nokkrum stöðum.

Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri á þjónustustöð Vegagerðarinnar í Vík, segir á vef Vegagerðarinnar að vatn hafi flætt yfir hringveginn á nokkrum stöðum. Grípa hafi til þess ráðs að stýra umferðinni svo fólk kæmist leiðar sinnar þrátt fyrir flóð og erfiðar aðstæður. 

„Við hjá Vegagerðinni fengum fyrst fréttir af því aðfaranótt mánudagsins að flætt hefði yfir veginn við Bakkakotsá með þeim afleiðingum að lögreglubíll flaut upp og endaði utan vegar,“ segir Ágúst.

Heimafólk man vart eftir öðru eins rigningarveðri.
Heimafólk man vart eftir öðru eins rigningarveðri. Ljósmynd/Vegagerðin

Ágúst segir að ástandið við Kaldaklifsá hafi verið skoðað en þar flæddi yfir varnargarða og vatnsflaumurinn braut sér leið yfir Hringveginn. Hann segir að vestar, að Holtsá, hafi varnargarðurinn rofnað svo vant flæddi yfir hringveginn með þeim afleiðinum að afleggjarinn heim að Ásólfsskála lokaðist. Vegagerðin setti sig í samband við verktaka sem fór strax um nóttina til að laga varnargarðinn.

„Björgunarsveitir voru líka kallaðar út og við hjá Vegagerðinni fengum mannskap til að hjálpa okkur við að stýra umferð yfir kaflana þar sem flæddi yfir veginn. Litlar skemmdir urðu á hringveginum, en það er eitthvað um kantskemmdir og er unnið að viðgerð. Einhverjar skemmdir urðu á tengivegum og er verið að gera við þá í þessum töluðu orðum,“ segir Ágúst.

Eitthvað er um kantskemmdir.
Eitthvað er um kantskemmdir. Ljósmynd/Vegagerðin
Umferð var stýrt um veginn.
Umferð var stýrt um veginn. Ljósmynd/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert