Myndir: Vöruhús hindrar útsýni íbúa

Vöruhúsið stendur við hlið íbúðabyggðar.
Vöruhúsið stendur við hlið íbúðabyggðar. Ljósmynd/Aðsend

Eins og myndir sýna er útsýni íbúa við Álfabakka 2 heldur dapurlegt eftir að borgaryfirvöld breyttu skipulagi lóðarinnar og reistu 11.000 fermetra iðnaðarhús undir kjötvinnslu, meðal annars, við hlið íbúðarbyggðar.  

Morgunblaðið greindi frá málinu í dag en það á sér nokkurn aðdraganda. Árið 2015 var unnin tillaga að íbúðarhúsnæði á lóðinni en síðan var skipulagi breytt þannig að ráð var gertfyrir fjórum aðskildum lóðum undir verslun og þjónustu.  

Á síðasta ári vari skipulagi lóðanna breytt og þær sameinaðar í eina lóð þar sem gert er ráð fyrir kjötvinnslu, vöruhúsi og skrifstofuhúsnæði.

„Íbúum brá í brún þegar þeir sáu húsið rísa og við erum að kanna rétt­ar­stöðu okk­ar. Þetta er mjög óheppi­legt og ekki í anda þess sem borg­in hef­ur boðað á öll­um viðburðum um grænt plan, sjálf­bærni og heil­brigða inni­vist,“ sagði Bjarni Þór Þórólfs­son fram­kvæmda­stjóri Bú­seta í samtali við Morgunblaðið í dag.

Íbúi í grennd við vöruhúsið gaf góðfúslegt leyfi til þess að birta meðfylgjandi myndir.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Mynd sýnir lóðina og útsýni áður en vöruhúsið var reist.
Mynd sýnir lóðina og útsýni áður en vöruhúsið var reist. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert