Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar vinnuslys í Kópavogi þar sem maður var fluttur með minni háttar áverka á spítala. Er slysið rannsakað með tilliti til tryggingasvika.
Þá átti sér stað annað vinnuslys í Laugardalnum og var sá slasaði fluttur með sjúkraliði á bráðamóttökuna að því er segir í dagbók lögreglu.
Dagbók lögreglu segir frá tveimur umferðarslysum með minni háttar skemmdum á bifreiðum og þar sem engin slys voru á fólki.
Aftur á móti stöðvaði lögregla ökumann og kærði fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar.
Þá var eitthvað um þjófnað á höfuðborgarsvæðinu en lögregla handtók mann fyrir þjófnað úr verslun í Múlahverfi Reykjavík og flutti á lögreglustöð í þágu rannsóknar málsins.
Þá var tilkynnt um betlara í verslun í Mosfellsbæ og hann sagður ónáða fólk.
Annar var handtekinn í Kópavogi grunaður um að standa að sölu og dreifingu ávana- og fíkniefna. Var hann vistaður í fangaklefa vegna málsins.