Í dag er spáð suðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu og rigningu, en úrkomuminna verður norðaustanlands fram undir kvöld. Það verður hlýnandi veður og hiti 3 til 10 stig síðdegis. Hægari vindur verður og skúrir á Suður- og Vesturlandi í kvöld.
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s verða á morgun og skúrir eða él, en léttskýjað norðaustan til. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig. Snýst í norðanátt með snjókomu á Vestfjörðum annað kvöld og kólnar.