Rjúpnaveiðarnar gengu nokkuð vel

Talið er að flestir veiðimenn hafi náð í soðið á …
Talið er að flestir veiðimenn hafi náð í soðið á veiðitímanum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Rjúpnaveiðin í haust gekk nokkuð vel, við höfum ekki heyrt neinn kvarta undan neinu, nema veðrinu stöku helgar,“ segir Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís í samtali við Morgunblaðið, spurður hvernig veiðin hafi gengið þetta haustið.

Segir hann að veðrið hafi verið rysjótt á veiðitímabilinu, en þó hafi komið góður dagur um helgi annað veifið þar sem vel viðraði til veiða.

Landinu er skipt í sex veiðisvæði og er veiðum lokið á fimm þeirra. Enn er rjúpnaveiði leyfð á Austurlandi og verður svo til og með 22. desember nk.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert