Skarphéðinn Guðmundsson, sem sinnt hefur starfi dagskrárstjóra hjá RÚV, er á förum frá opinbera hlutafélaginu.
Þetta tilkynnti hann samstarfsfólki sínu í dag.
DV, sagði fyrst frá en mbl.is hefur fengið það staðfest að Skarphéðinn hyggi á önnur mið í starfi. Hann mun sinna starfinu fram að áramótum.
Skarphéðinn hefur verið dagskrárstjóri frá árinu 2012 en var áður dagskrárstjóri Stöðvar 2 í fimm ár. Þá starfaði hann á menningardeild Morgunblaðsins, sem blaðamaður og gagnrýnandi.