Vara við glerhálku í frostrigningu

Varað er við glerhálku sem getur myndast í frostrigningu á …
Varað er við glerhálku sem getur myndast í frostrigningu á Norður- og Austurlandi. mbl.is/RAX

Í dag má búast við frostrigningu á Norðausturlandi og Austurlandi og víðar og við þær aðstæður getur myndast glerhálka á stuttum tíma.

Á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is, eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát á þessum svæðum.

Umferðarstýring við Hvalfjarðargöng

Þar kemur einnig fram að vinna hefjist á miðnætti í Hvalfjarðargöngunum og mun sú vinna standa fram eftir nóttu. Umferðarstýring verður á svæðinu og eru vegfarendur beðnir um að aka um göngin með gát.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert