„Við fáum verstu málin til okkar“

Umboðsmaður skuldara telur greiðsluerfiðleika fólks sem leitar til embættisins af …
Umboðsmaður skuldara telur greiðsluerfiðleika fólks sem leitar til embættisins af völdum spilavanda frekar vera að færast í vöxt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Greiðsluerfiðleikar fólks sem leitar til umboðsmanns skuldara af völdum spilavanda eru að færast í vöxt.

Þetta segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara vera tilfinningu sína.

Segir hún engar nákvæmar tölulegar upplýsingar liggja fyrir um tíðni slíks vanda meðal skjólstæðinga enda sé ekki farið nákvæmlega ofan í orsakir greiðsluerfiðleika í öllum tilvikum.

„Þetta höfum við alltaf séð í vinnu okkar. Vandinn er mjög raunverulegur, grafalvarlegur og getur haft skelfilegar afleiðingar þegar fólk er kannski að eyða öllu sparifé sínu á einum degi.“ Segist Ásta telja að aukið aðgengi hafi slæm áhrif á fíknivanda af þessu tagi. Hún fagnar umræðunni og telur hana mjög mikilvæga.

„Við fáum verstu málin til okkar og erum bráðavaktin ef svo má segja. Þetta er mjög alvarlegt vandamál og við sjáum afleiðingarnar,“ segir Ásta og heldur áfram: „Auðvitað finnst manni mikilvægt að fókusa á afleiðingarnar. Hvað þetta hefur mikil áhrif á einstaklingana fjárhagslega og ekki síður andlega.“

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert