Lögreglan á Vestfjörðum er enn með til rannsóknar líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Edinborg, sem staðsettur er í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, aðfaranótt sunnudags.
Lögreglan óskaði í gær eftir að komast í samband við fólk sem varð vitni að líkamsárásinni og segir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, að nokkrir aðilar hafi haft samband en lögreglan vilji gjarnan heyra í fleirum ef þeir gefi sig fram til fá heildarmyndina af því sem gerðist.
Hlynur segir að átök hafi sér stað fyrir utan skemmtistaðinn og einn aðili hafi þurft að leita á sjúkrahús til að fá aðhlynningu vegna alvarlegra ákverka í andliti. Margt fólk var á staðnum þegar meint árás átti sér stað.
„Það voru all margir fyrir utan veitingastaðinn þegar atburðurinn átti sér stað og við viljum gjarnan heyra frá fleirum sem urðu vitni að árásinni,“ segir Hlynur við mbl.is.