Eldur kviknaði í heitum potti og ruslagámi

Slökkviliðsmenn þurftu að reykræsta verlsunina.
Slökkviliðsmenn þurftu að reykræsta verlsunina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást við tveimur útköllum vegna eldsvoða í kvöld.

Í Kópavogi kviknaði rafmagnseldur í heitum potti í verslun og í Borgartúninu kviknaði eldur í ruslagámi.

Þetta segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Þurftu að reykræsta verslunina

Um klukkan hálftíu í kvöld brást slökkvilið við útkalli vegna elds í ruslagám í Borgartúninu. Stefán segir að einn dælubíll hafi farið á vettvang og slökkt eldinn.

Seinna um kvöldið, eða um klukkutíma síðar, barst slökkviliðinu útkall vegna rafmagnselds í heitum potti í verslun í Kópavogi.

„Það þurfti að reykræsta þar,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert