Hefja að skrifa stjórnarsáttmála eftir helgi

Formennirnir þrír hafa rætt saman um stjórnarsamstarf síðustu 10 daga.
Formennirnir þrír hafa rætt saman um stjórnarsamstarf síðustu 10 daga. mbl.is/Karítas

Formenn Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Viðreisnar ætla um helgina að leggjast yfir þá vinnu sem vinnuhópar flokkana hafa lokið við að skila af sér. Strax í byrjun næstu viku er svo áformað að hefja ritun stjórnarsáttmála. Þetta kom fram á fundi formannanna, sem ganga undir nafninu valkyrjurnar, nú rétt í þessu.

„Það gengur bara vel,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurð um stöðu viðræðna þeirra.

Sagði hún alla vinnuhópana vera búna að skila af sér sinni vinnu og að verkefni helgarinnar væri að leggjast yfir þá vinnu.

„Við stefnum að því núna strax eftir helgi að hefja skrif að stjórnarsáttmála,“ sagði Kristrún við. „Vongóðar um framhaldið,“ bætti hún hún einnig við.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gaf ekki mikið fyrir að ágreiningur væri á milli þeirra í viðræðunum. „Held að við séum ekki í neinum ágreiningi hér, eins og þið sjáið ljómum við eins og sólin og allt gengur vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert