Hólminn fær andlitslyftingu

Skipt um efsta lag jarðvegs í hólmanum með gröfu, og …
Skipt um efsta lag jarðvegs í hólmanum með gröfu, og vonandi kemur stöðugur frostakafli svo hægt sé að koma henni aftur á land. mbl.is/Karítas

„Skýrslur um fuglalíf Tjarnarinnar sýna að framkvæmdir í hólmanum í Þorfinnstjörn hafa haft mjög jákvæð áhrif á kríuvarp þar. Við erum að fylgja ráðleggingum fuglafræðinga og hlökkum til að sjá árangurinn af þeim framkvæmdum sem nú standa yfir.“

Þetta segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, en lífríki Tjarnarinnar hefur verið vaktað af líffræðingum um árabil.

Bæta varpland fugla

Nú standa yfir framkvæmdir í stóra hólmanum í Tjörninni og hafa eflaust margir rekið upp stór augu að sjá gröfu komna út í miðja Tjörn. Skipt verður um efsta yfirborð hólmans, skipt um jarðvegsdúk, möl og jarðveg til að draga úr sókn hvannar og annarra tegunda sem hafa minnkað gæði varplandsins fyrir endur og aðra fugla Tjarnarinnar. Markmið framkvæmdanna er að styðja við fuglalíf. Þá verður grjótkantur umhverfis hólmann endurhlaðinn í vor til að laga stórt rof sem orðið hefur í hólmanum og auka bakkavarnir.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert