Rafmagnslaust er í Grindavík. Sigrún Inga Ævarsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir ástæðuna vera bilun í stofnstreng sem liggur frá Svartsengi til Grindavíkur. Rafmagnslaust hefur verið frá því klukkan hálf fjögur í nótt.
„Þetta er bilun stofnstreng sem lagður var í vor, eins konar varatenging við Grindavík,“ segir Sigrún.
Að sögn hennar er búið að staðsetja bilunina en enn á eftir að grafa niður að strengnum. Enn sem komið er, er ekki talið að bilunin tengist jarðhræringum á Reykjanesi.