Ekki er gert ráð fyrir að rafmagn verði komið aftur á í Grindavík fyrr en eftir rúma þrjá klukkutíma en rafmagnslaust hefur verið í bænum frá því á fjórða tímanum í nótt.
Bilun í stofnstreng veldur rafmagnsleysinu og í færslu á Facebook-síðu HS-veitna klukkan 11.30 segir að geri megi ráð fyrir nokkurra klukkustunda rafmagnsleysi til viðbótar þar sem áætlað er að taki um fjórar klukkustundir að gera við bilunina þegar hún hefur verið fundin.