Þessi eru í starfshópum verðandi ríkisstjórnar

Starfshóparnir sinntu sex málefnum og komu tillögum sínum áfram til …
Starfshóparnir sinntu sex málefnum og komu tillögum sínum áfram til formanna flokkanna. mbl.is/Hari

Þingflokkar þeirra þriggja flokka sem nú standa í stjórnarmyndunarviðræðum komu saman til fundar í gær.

Sex starfshópar hafa verið skipaðir til þess að annast stóra málaflokka og skila tillögum til formanna flokkanna.

Tveir fulltrúar frá hverjum flokki sitja í hverjum starfshóp en hverjir nákvæmlega skipa hvern hóp er óljóst.

Nýkjörna þingmenn að finna í hópunum

Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að fyrir Samfylkinguna séu meðal annarra Kristján Þórður Snæbjarnarson, Alma Möller og Arna Lára Jónsdóttir.

Úr Viðreisn eru meðal annarra Sigmar Guðmundsson, Hanna Katrín Friðriksson og Pawel Bartozsek.

Úr Flokki fólksins má nefna Ragnar Þór Ingólfsson, Ásthildi Lóu Þórsdóttur og Kolbrúnu Baldursdóttir.

Hvaða hópa fyrrnefndir einstaklingar skipa er þó að mestu óljóst. Það virðist vera hernaðarleyndarmál hverjir skipa hvaða hóp miðað við svör þingmanna og aðstoðarmanna við fyrirspurnum Morgunblaðsins.

Starfshóparnir sinna sex málefnum: húsnæðis og kjaramálum, dóms og utanríkismálum, heilbrigðismálum, atvinnu og samgöngumálum og menntamálum

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert