„Þetta svona er að raungerast í hausnum á manni“

Nýir þingmenn fengu kynningu á hagnýtum atriðum er varða þingstörfin …
Nýir þingmenn fengu kynningu á hagnýtum atriðum er varða þingstörfin í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingmenn á nýliðakynningu Alþingis voru spenntir fyrir því að taka til starfa.

Blaðamaður mbl.is fékk að fylgjast með og ræddi við nokkra þeirra.

„Þetta svona er að raungerast í hausnum á manni að maður sé að fara setjast á þing og það er mjög ánægjuleg tilfinning. Mikill heiður að vera í þessu hlutverki,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins.

Nýliðarn­ir fengu kynn­ingu á hag­nýt­um atriðum sem varða allt frá tækja­búnaði og aðgengi að Alþingi yfir í starfs­kjör þeirra. Þá var einnig farið yfir helstu atriði varðandi þing­störf­in.

Skemmtilegt á kynningunni

„Það er auðvitað gaman að koma í þessi húsakynni. Bæði Smiðju, sem er nýtt og glæsilegt húsnæði, og gaman að koma hingað líka í [Alþingis]salinn og sjá allt. Þannig það er auðvitað bara búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir Alma Möller, þingmaður Samfylkingarinnar.

Nýir þing­menn verða meiri­hluti þing­manna á kom­andi þingi, en sam­tals 33 af 63 þing­mönn­um sátu ekki á Alþingi síðasta kjörtímabili.

Alma Möller segir að kynningin hafi verið skemmtileg. Í bakgrunni …
Alma Möller segir að kynningin hafi verið skemmtileg. Í bakgrunni er Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar. Eggert Jóhannesson

Líst vel á að vera mættur aftur

Fimm þeirra hafa þó setið á þingi.

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og borgarfulltrúi, er einn af þeim en hann var þingmaður árin 2016-2017.

„Mér líst náttúrulega prýðilega á að vera kominn aftur. Ég finn fyrst og fremst fyrir ábyrgðartilfinningu. Ábyrgðartilfinningu fyrir að vera treyst fyrir þessu hlutverki, að móta lög landsins og framtíð,“ segir Pawel.

Snorri Másson og Pawel Bartoszek.
Snorri Másson og Pawel Bartoszek. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert