Einn stálheppinn einstaklingur í Póllandi var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í Eurojackpot og fær í sinn hlut hátt í 3,1 milljarð króna. Tveir Íslendingar unnu í Jókernum.
Fjórir voru með annan vinning í Eurojackpot og fá tæplega 19 milljónir á mann.
Þrír af þeim voru frá Þýskalandi og einn frá Tékklandi.
En lukkunni var ekki lokið hjá Þjóðverjunum því að þrír af þeim níu sem unnu þriðja vinning í Eurojacpot voru þýskir.
Þá voru frændur okkar í Danmörku einnig heppnir því að fjórir Danir unnu þriðja vinning ásamt einum frá Slóvakíu og einum frá Póllandi.
Allir sem unnu þriðja vinning fá í sinn hlut 2,1 milljón krónur.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en tveir miðahafar voru með annan vinning og fá 125 þúsund krónur í vasann.