Hafnarfjörður í þrívídd

Mynd tekin af þrívíddarmódeli Ólafs. Á heimasíðu hans er módelið …
Mynd tekin af þrívíddarmódeli Ólafs. Á heimasíðu hans er módelið minnkað niður í 0,25%, frumgögnin eru þeirrar stærðar að ekki er hægt að birta þau. Þrívíddarmódel/Ólafur Haraldsson

Ólaf­ur Har­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Design­ing Reality, hef­ur sett sam­an þrívídd­armód­el af Hafnar­f­irði.

Mód­elið er gert úr 200.000 dróna­mynd­um og 4 bill­jón­um pixla.

Ólaf­ur hef­ur mikla reynslu af út­bún­ingi þrívídd­armód­ela úr ljós­mynd­um. Hann kom við í kvik­mynda­geir­an­um, þar sem hann bjó meðal ann­ars til bak­grunni fyr­ir kvik­mynd­ir og sjón­varpsþátt­araðir, áður en hann færði sig yfir í verk­fræðina.

Sýndi fram á mögu­leik­ann

Ólaf­ur hef­ur verið mik­ill talsmaður þess að svona þrívídd­armód­el séu gerð fyr­ir þétt­býli lands­ins. Viðbrögðin hafa þó alltaf verið að slíkt sé ekki hægt. Það taki of lang­an tíma og ekki sé hrein­lega hægt að fljúga drón­an­um eins mikið og þyrfti til að ná heil­um bæj­um.

Þá er ná­lægð við Reykja­vík­ur­flug­völl einnig hamlandi í slíku verk­efni vegna ákveðinna flug­reglna sem fara þarf eft­ir. Til að mynda þarf að fljúga drón­an­um tölu­vert lægra en ákjós­an­legt er.

Ólafur Haraldsson
Ólaf­ur Har­alds­son Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég þurfti að fljúga und­ir mörk­um, rosa­lega lágt, sem þýðir að ég þurfti að taka fleiri mynd­ir,“ seg­ir Ólaf­ur í sam­tali við mbl. Hann seg­ir flug­hæðina þó hafa reynst vel að lok­um „Út af því að ég þurfti að fljúga svo lágt fékk ég gríðarlega mikla upp­lausn, 1,25 cm, sem er langt yfir því sem þarf,“

Aðspurður seg­ir Ólaf­ur Hafn­ar­fjarðarbæ hafa orðið fyr­ir val­inu vegna stærðar bæj­ar­ins og ná­lægðar við Reykja­vík­ur­flug­völl. Þetta verk­efni Ólafs gef­ur hug­mynd hans því staðfest­ing­ar­gildi (e. proof of concept), en það var hon­um mik­il­vægt að sýna fram á að þetta væri ger­legt þrátt fyr­ir ná­lægð við flug­völl­inn.

Hvar er Óli?

Við mynda­tök­una var Ólaf­ur á mik­illi hreyf­ingu um Hafn­ar­fjörðinn og er bíl­inn hans, rauðan Land Cruiser, ásamt dróna­lend­ingar­palli (app­el­sínu­gul­um hring) að finna á um 20 stöðum í mód­el­inu.

Hvar er Óli?
Hvar er Óli? Ljós­mynd/Ó​laf­ur Har­alds­son
Hvar er Óli?
Hvar er Óli? Ljós­mynd/Ó​laf­ur Har­alds­son
Hvar er Óli?
Hvar er Óli? Ljós­mynd/Ó​laf­ur Har­alds­son

Framtíðarmögu­leik­ar

Al­mennt er venj­an í dag að nota horn­rétt­ar (e. ort­hograp­hic) mynd­ir við gerð loft­mynda korta­grunna en þá eru mynd­irn­ar í tví­vídd og þær tekn­ar úr flug­vél. Mynd­inni sjálfri er þá varpað niður og aðeins hliðarn­ar á hús­un­um sjá­an­leg­ar á flötu mynd­inni.

Verk­efnið hans Ólafs fell­ur hins veg­ar und­ir það sem kallað er raun­horn­rétt­ar (e. true ort­hograp­hic) en þá eru mynd­irn­ar tekn­ar með drón­um og þeim varpað á þrívídd­armód­el. Þetta seg­ir hann framtíðina fyr­ir þétt­býli.

Mód­elið af Hafnar­f­irði sýn­ir fram á mögu­leik­ana sem slíkt býður upp á. Gögn­in er til að mynda hægt að nota í mæl­ing­ar, vef­sjár og skipu­lags­mál.

Hér má sjá muninn á „True Ortho“ og „Ortho“.
Hér má sjá mun­inn á „True Ort­ho“ og „Ort­ho“. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Har­alds­son
Hér má sjá muninn á „True Ortho“ og „Ortho“.
Hér má sjá mun­inn á „True Ort­ho“ og „Ort­ho“. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Har­alds­son

Ekki háð stærðar­tak­mörk­um

Ólaf­ur seg­ir svona verk­efni ekki háð stærðar­tak­mörk­um. „Ég hannaði þetta þannig að ég braut þetta bara niður, þetta er svona eins og að borða fíl. Ég hefði þess vegna getað verið með fimm dróna í einu og þá yrði þetta nán­ast fimm sinn­um fljót­legra,“

Hann seg­ir það sama gilda um eft­ir­vinnsl­una á gögn­un­um. Hún snú­ist bara um fjölda tölva.

Hann seg­ir slík verk­efni ekki hafa verið unn­in á þenn­an hátt áður, en kenn­ing­in hans sé að „það skipt­ir ekki máli hversu stórt svæðið er og hversu mikið magn mynda,“.

„True Ortho“-mynd af öllum Hafnarfirði.
„True Ort­ho“-mynd af öll­um Hafnar­f­irði. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Har­alds­son

Á heimasíðu Ólafs má sjá mód­elið í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert