Landspítalinn á tæpar 440 milljónir króna útistandandi vegna ógreiddra reikninga ósjúkratryggðra einstaklinga sem leituðu til spítalans árin 2021 til 2023. Hér er um að ræða fólk sem hvorki nýtur sjúkratrygginga hér á landi né á EES-svæðinu.
Heildarfjárhæð krafna á þessa aðila nam rúmlega 1,8 milljörðum króna á fyrrgreindu tímabili, þannig að innheimst hafa um 1.360 milljónir.
Þegar krafa fæst ekki greidd, og milliinnheimta þykir fullreynd, eru kröfur af þessum toga sendar alþjóðlegri lögfræðistofu sem hefur á hendi innheimtu fyrir Landspítalann.
Vinnumálastofnun greiðir sjúkrahúskostnað hælisleitenda hér á landi, sem nam rúmlega 713 miljónum króna á ofangreindu tímabili.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.