„Við opnuðum Drift EA frumkvöðlasetur formlega á fimmtudaginn, en setrið er á Strandgötu 1 á Akureyri. Við vorum samt byrjuð í rauninni, því það voru svo margar hugmyndir búnar að berast til okkar frá frumkvöðlum á svæðinu,“ segir Sesselja Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Drift EA, sem segist finna mikinn meðbyr og áhuga á verkefninu.
Hugmyndin á bak við Drift EA er að aðstoða frumkvöðla við að gera nýsköpunarhugmynd sína að veruleika, með því að veita þeim langtímastuðning í formi aðstöðu, fjármögnunar og sérsniðinnar ráðgjafar á einum stað.
„Þetta er í fyrsta skipti sem frumkvöðlar fá svona heildrænan stuðning á einum stað hérlendis. Á þessu ári bárust okkur 30 umsóknir og við höfum þegar valið 14 þeirra inn í svokallaða Slipptöku og í framhaldinu verða fjögur verkefni valin áfram í sérsniðið prógramm sem við köllum Hlunn, en nöfnin eru myndlíkingar úr sjávarútvegi því við sjáum verkefnið sem aðstoð við frumkvöðla við að ýta hugmyndum sínum úr vör og gera þær færar um að fara í fulla sjóferð.“
Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.