Þungaflutningar fari í gegnum íbúahverfið

Vöruhúsið stendur steinsnar frá íbúabyggðinni.
Vöruhúsið stendur steinsnar frá íbúabyggðinni. Ljósmynd/Aðsend

Bjarni Þór Þórólfs­son, fram­kvæmda­stjóri hús­næðis­sam­vinnu­fé­lags­ins Bú­seta, seg­ir fé­lagið hafa í hyggju að fara yfir mál með lög­mönn­um sín­um er varðar vöru­húsið sem risið hef­ur ein­ung­is nokkr­um metr­um frá fjöl­býl­is­húsi í eigu fé­lags­ins í Árskóg­um.

Hann seg­ir það hafa komið fé­lag­inu í opna skjöldu þegar út­lit húss­ins lá fyr­ir en eins og þegar hef­ur komið fram horfa íbú­ar fjöl­býl­is­húss­ins beint á ál­klædd­an græn­an vegg sem skygg­ir á birtu íbúa húss­ins.

Eldri borg­ar­ar og æsku­lýðsstarf 

Bjarni bend­ir einnig á að þarna muni fara fram þunga­flutn­ing­ar sem muni að lík­ind­um til fara á öll­um tím­um sól­ar­hrings til að þjón­usta versl­an­ir Haga. Virðist sem til­vist þessa húss í íbúa­hverfi fari þvert gegn stefnu borg­ar­inn­ar um að aðskilja iðnað og íbúa­hverfi.

„Þó að þetta gíma­ld muni vissu­lega hafa áhrif á íbúa Bú­seta, þá er þetta mál með fleiri fleti. Þarna mun verða um­ferð þunga­flutn­inga­bíla. Húsið er staðsett á viðkvæmu svæði. Þarna eru tvö hús Fé­lags eldri borg­ara, auk þjón­ustumiðstöðvar eldri borg­ara, ÍR er með íþrótta­svæði og æsku­lýðsstarf, og því er mjög óheppi­legt að þurfa að beina þungri um­ferð flutn­inga­bíla á öll­um tím­um sól­ar­hrings í gegn­um þetta viðkvæma hverfi,“ seg­ir Bjarni.

 Gátu ekki vitað um eðli starf­sem­inn­ar 

Bjarni seg­ir ekki tíma­bært að út­tala sig um hvaða laga­legu úrræði Bú­seti hef­ur í mál­inu. Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri hef­ur látið hafa það eft­ir sér að hann vilji að húsið verði lækkað.

„Við gát­um eng­an veg­inn vitað hvað myndi rísa á lóðinni þó að við höf­um haft upp­lýs­ing­ar um að þarna myndi verða at­vinnu­starf­semi. Þessi bygg­ing rís mjög hratt því hún er stál­grind­ar­hús sem tek­ur skamma stund að reisa,“ seg­ir Bjarni.

Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri.
Bjarni Þór Þórólfs­son, fram­kvæmda­stjóri. Ljós­mynd/​aðsend

Vega­kerfið beini um­ferð í íbúa­hverfið 

Hann seg­ir að Bú­seti hafi verið í sam­skipt­um við íbúa sem hafi lýst óánægju sinni.

„Vega­kerfið er þannig upp­sett að það er hægt að koma beint af stofn­braut að um­ræddri bygg­ingu. Hins veg­ar þarftu að keyra fram hjá íbúa­hús­næðinu þegar þú yf­ir­gef­ur svæðið. Þannig að það er vand­séð hvernig þessi akst­urs­leið á að bera uppi þá stór­auknu um­ferð sem til kem­ur með þeirri starf­semi sem verður komið fyr­ir í þessu stóra húsi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert