Þurfti að svara boði fyrir kosningarnar

Halla Tómasdóttir fór ekki til Frakklands.
Halla Tómasdóttir fór ekki til Frakklands. mbl.is/Karítas

For­seti Íslands, Halla Tóm­as­dótt­ir, þurfti að taka end­an­lega af­stöðu til boðs Frakk­lands­for­seta um að vera viðstödd enduropn­un Notre Dame-dóm­kirkj­unn­ar í Par­ís, og staðfesta að hún myndi þiggja boðið, ekki síðar en 27. nóv­em­ber sl., þ.e. þrem­ur dög­um fyr­ir boðaðar kosn­ing­ar til Alþing­is. Var sú ósk for­seta­skrif­stofu Frakk­lands. Þetta seg­ir í svari skrif­stofu for­seta Íslands við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Afþakkaði for­seti boðið, svo sem kunn­ugt er.

Opn­un­ar­hátíðin fór fram 7. des­em­ber, en þann 3. des­em­ber veitti for­seti Kristrúnu Frosta­dótt­ur umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar.

Seg­ir í svar­inu að heim­sókn­ir þjóðhöfðingja séu alla jafna skipu­lagðar með nokkr­um fyr­ir­vara í sam­ráði við prótó­kollskrif­stofu gest­gjaf­a­rík­is­ins. Þegar taka þurfti end­an­lega af­stöðu til boðsins voru nokkr­ir dag­ar fram að kosn­ing­um á Íslandi og ómögu­legt að vita fyr­ir víst hvernig mál­in myndu þró­ast fyrstu dag­ana þar á eft­ir.

Nán­ar má lesa um málið í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert