Tveir handteknir vegna líkamsárásar

Verkefni lögreglu eru fjölbreytt.
Verkefni lögreglu eru fjölbreytt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæði handtók tvo vegna líkamsárásar á krá. Grunur leikur á að vopnum hafi verið beitt við árásina. Lögreglustöð þrjú sinnti málinu, en hún sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu, þar sem greint er frá verk­efn­um lög­reglu frá klukk­an 17 í gær til klukk­an 5 í nótt.

Lögreglustöð eitt, sem sinnir verkefnum í stórum hluta borgarinnar og á Seltjarnarnesi, var kölluð til vegna umferðaróhapps.

Alls voru sex ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá var einn ökumaður stöðvaður í akstri án ökuréttinda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert