Víða verður éljagangur í dag

Gera má ráð fyrir éljum í dag.
Gera má ráð fyrir éljum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lægð fyrir norðan land beinir til landsins vestlægri átt. Víða verða 8-15 m/s og él, en þurrt verður að mestu austantil á landinu. Eftir hádegi fjarlægist lægðin og það dregur úr vindi.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Búast má við fremur hægri suðvestlægri átt á morgun. Einnig má gera ráð fyrir éli og vægu frosti. Á Norðaustur- og Austurlandi er þó útlit fyrir þurrt og víða bjart veður og þar herðir á frosti.

Á þriðjudag verður áfram tiltölulega hægur vindur og einhver él um landið vestanvert, en yfirleitt þurrt fyrir austan.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert